• Meistaramótið, nýr tími!

    Nú á að gera aðra tilraun til að halda meistaramótið. Stefnt er að því að halda mótið næstkomandi sunnudag (27.09.2015) og hafa ræs milli klukkan 16 og 17. Að hlaupi loknu verður að sjálfsögðu boðið upp á veitingar í boði félagsins. Eins og venja er verða brautir sem henta öllum ungum sem öldnum, keppnis- og…

  • ATH!! Meistaramótinu frestað

    Vegna veðurs verður meistaramótinu sem fara átti fram í dag frestað. Ný tímasetning verður auglýst fljótlega.

  • Meistaramót Heklu, laugardaginn 19. september 2015

    Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Meistaramót félagsins næsta laugardag milli kl. 16.00 og 17.00 í Vífilsbúð, Heiðmörk (sjá nánar á myndinni). Það verða brautir við allra hæfi eins og venjulega. Veitingar í boði félagsins að loknu hlaupi. Allir velkomnir.

  • Rauðavatn og meistaramót 19. september

    Núna verður boðið upp á opnabraut þannig þú getur prentað út kortið og hlaupið brautina við   Rauðavatn kort frá 11.9 til 23.9 . Næsta fimmudag ætlar að Ólafur að bjóða upp á kennslu sem felur í sér að ganga að hluta brautarinnar og velta fyrir sér þeim táknum sem koma fyrir á kortinu. Það er mjög góð…

  • Úrslit stjörnuhlaupsæfingar fimmtudaginn 10.09.2015

    Það voru 10 mann á öllum aldri sem mættu á svokallað stjörnuhlaupsæfingu á Klambratúninu (10.09.2015). Æfingarfyrirkomulagið mældist vel fyrir og áttu allir mjög auðvelt með æfinguna. Næst verður þetta kannski reynt við erfiðari aðstæður en á Klambratúni. Einnig hefði mátt nýta æfinguna betur með því að hafa staðalýsingu fyrir póstana með á kortinu til að…

  • Haustdagskrá

    Dagur Tegund Svæði Ábyrgð Fyrirkomulag Staður og tími 3.9. Áttavitaæfing Öskjuhlíð Ólafur P Látið hanga Nauthólksvík kl 17:30 10.9. Stjörnuhlaup Klambratún Gísli J Ekki látið hanga úti Kjarvalstaðir kl 17:30 17.9. Hefðbundið Rauðavatn Látið hanga Bílastæði á móti Olís kl 17-18 19.9. Meistaramót Vífillsstaðahlíð Gísli Örn, Fjölnir Vífilsbúð 24.9. Hefðbundið Breiðholt Ekki látið hanga úti…

  • Vikubrautir

    Nú verður tekin upp nýbreytni að brautir verða látnar hanga úti í viku þannig að þeir sem komast ekki á hefðbundnum æfingartíma geta hlaupið brautina þegar þeim hentar. Þetta verður i boði aðra hverja viku. Hér eru brautirnar sem verða í boði haust 2015. Athugið að hefðbundin æfing er kl 17:30-18:30 á brautinni á fimmtudegi.…

  • Vel heppnuð áttavitaæfing í Öskjuhlíð

    Í gær var boðið upp á áttaitaæfingu í Öskjuhlíð. Vigís, Jóna, Magnús, Benidikt og Ævar mættu til æfa tæknina í erfiðum aðstæðum þar sem unirgróður er orðinn hár og var að auki blautur eftir rigningu fyrr um daginn. Einnig var boðið upp á að hlaupa hefbundna braut og spreyttu Gísli Jóns og Guðmundur sig á…

  • Áttavitaæfing í Öskjuhlíð

    Næstkomandi fimmtudag verður haldin áttavitaæfing í Öskjuhlíð. Byrjað verður inni þar sem farið verður yfir hvernig áttaviti er notaður í rathlaupi og svo verður haldið út í skóg til að æfa tæknina. Mæting er í félagsskúrinn (litla húsið fyrir framan siglingaklúbbinn) klukkan 17:00. Einnig verður boðið upp á æfingu fyrir vana rathlaupara og braut fyrir…

  • Rathlaupamót í Svíþjóð

    Hér er í Svíþjóð eru héraðsmótin í fullum gangi og hef ég, Gísli Örn og Inga, verið að taka þátt í mótum í okkar héraði. Síðastliðinn miðvikudag var félagsmót OK Linköping og tók ég þar þátt og var næst síðastur í mínum flokki (Sjá úrslit). Þetta var sæmilegt hlaup hjá mér en ég átti erfitt með…