Ratlaupfélagið Hekla

Fyrir byrjendur

Fyrir byrjendur

Rathlaup má stunda á marga vegu eftir getu hvers og eins. Flestir byrjendur velja að skokka eða ganga eina af auðveldum brautunum í upphafi. Eftir að þú hefur náð betri tökum á íþróttinni getur þú valið erfiðari brautir.

Brautirnar eru prentaðar á kortin og venjulega er boðið upp á þrjár brautir hvít, gul, rauð og svört eftir erfiðleikþrepum. Æfingar fara fram á fimmtudögum og stundum um helgar.

Æingadagskrá félagsins
Facebook hópur félagsins

Kennslubók í rathlaup

Algengar spurningar?

Hvað er rathlaup? 

 

Hvernig brautir eru í boði?
Hvítt þrep: Að mestu er fylgt stígum með smá leiða vali
Gult þrep: Blanda af  leiðum sem fylgja stígum og utanvegahlaupi, stöðvar eru staðsettar á augljósum stöðum og brautirnar innihalda leiða val og fangandi einkenni sem stoppa hlauparann.
Rauð þrep: Blanda af leiðum sem fylgja stígum og utanvegahlaupi, stöðvar geta verið staðsettar á erfiðum stöðum og brautirnar innihalda leiða val og yfirleitt eru fangandi einkenni sem stoppa hlauparann.
Svart þrep: Utanvegahlaup með erfiðu leiðarvali á svæðum með mikið af smáatriðum án sérstakra einkenna sem stoppa hlauparann. Krefst góðrar þekkingar og þjálfunar í kortalestri

Hvað er leiðandi kennileyti ?
Leiðandi kennileyti er greinileg landslageinkenni, oft línuleg( stígur, á, vegur) sem hjálpa þér að rata á póstinn. Fyrir byrjendur er mikilvægt að leiðandi kennileyti vísi þeim á póstinn.

Hvernig útbúnað þarf í rathlaup?
Venjulegur hlaupafatnaður eða göngufatnaður. Mælt er með því að að hlaupa í síðum buxum og langerma bolum þar sem oft er hlaupið í gegnum skógi vaxið svæði . Áttavita er gott að hafa í erfiðari brautum en er ekki nauðsynlegur í auðveldari brautum

Hvað er póstalýsing?
Á kortunum er póstalýsing sem segir til um við hvers konar landslags einkenni pósturinn er nákvæmlega staðsettur. Jafnfram kemur þar fram kóðanúmer póstsins.

Hvað er rathlaupskort?
Í rathlaupi eru notuð sérstök rathlaupskort sem eru í smáum skala 1:10.000 (1 cm = 100 m) og sprett hlaupin notast við 1:5000 (1 cm = 50 m). Kortin er teiknuð upp sem nákvæm lýsing á landslaginu þar sem kemur fyrir allt sem hlaupari getur greint auðveldlega í landslaginu. Þannig eru steinar stærri en 1 m merktir inn á kortið. Jafnframt er gróðurþekja merkt inn á kortið og þéttleiki hennar er táknaður með mismuandi litum. Þannig er opin skógur án mikil undirgróðurs tákanaður sem hvítur en þéttur skógur sem þarf að berjast í gegnum dökk grænn.