Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupamót í Svíþjóð

Hér er í Svíþjóð eru héraðsmótin í fullum gangi og hef ég, Gísli Örn og Inga, verið að taka þátt í mótum í okkar héraði. Síðastliðinn miðvikudag var félagsmót OK Linköping og tók ég þar þátt og var næst síðastur í mínum flokki (Sjá úrslit). Þetta var sæmilegt hlaup hjá mér en ég átti erfitt með póst 2 og næst síðasta póstinn. Þetta var erfitt hlaup, undirlagið erfitt og þó nokkur hækkun í hlaupinu. Póstarnir voru allir mjög erfiðir og ég þurfti að leggja mig allan fram við rötunina.

Í dag tók ég og Inga þátt í héraðsmóti Öster-Götland þar sem hátt í 600 manns voru að keppa. Inga ákvað að taka létta opna braut og var fyrst í sínum flokki ÖM1.(Sjá úrslit ).

Þetta er með þeim erfiðari rathlaupum sem ég hef tekið þátt í. Þetta byrjaði ágætlega á pósti 1 en yfir póst tvo var langur leggur ég ákvað að fylgja eftir mýrasvæði. Til að auðvelda mér hlaupið þá ákvað ég að hækka mig aðeins en passaði mig ekki nógu vel og var alveg klár hvað ég hafði hlaupið langt. Ég hleyp því niður að mýrinni og hleyp með henni að klett sem taldi að væri ákveðin staður á kortinu og þar átti ég fara upp. Svæðið einkennist af þéttum skógi með opnum klöppum á milli og þéttleiki skógarins gerir það að verkum að þú áttar þig ekkert á hvar þú ert. Ég ráfa því um nokkuð villtur en ákveð að fara aftur niður á mýrinni og átta mig hlutunum þaðan. Ég hleyp til baka með henni og upp með nokkru steinum og þá sé ég mjög stóra hæð og átta mig á að ég hef hlaupið út af kortinu. Hæðin er jaðri kortsins þannig ég fylgi henni og kemst á kortið aftur og stefni svo niður með mýri og tekst að lokum að finna póstinn. Þetta ævintýri tók 45 mínútur og þarna var ég orðin frekar pirraður. Restin gengur nokkuð vel en ég hleyp frekar létt enda orðin mjög þreyttur eftir allt bröltið. Það voru tveir póstar þar sem ég ruglast svolítið og tengist það greinilegum gróðurmörku. Ég þarf læra betur inn á hvernig gróður er táknaður þannig þau rugli mig ekki ríminu. Niðurstaðan úr hlaupinu var síðasta sætið. Ég hljóp erfiðistu opnu brautina, þar eru margir mjög góðir hlaupara enda sést það á samanburðatímanum. Mótshaldara sögðu samt að margir höfðu lent í að hlaupa út af kortinu og margir kláruðu ekki brautirnar sínar í öðrum flokkum.  Hér má sjá Úrslitin og hér má sjá kortið en niðurstaðan var 1 tími og 45 mínútur me braut sem er 4,5 km. Þetta var mjög lærdómsríkt að lenda í þessu. Það verður gaman halda áfram að hlaupa í sænskum skógi.

gisli


Posted

in

by

Tags: