Ratlaupfélagið Hekla

Vel heppnuð áttavitaæfing í Öskjuhlíð

Í gær var boðið upp á áttaitaæfingu í Öskjuhlíð. Vigís, Jóna, Magnús, Benidikt og Ævar mættu til æfa tæknina í erfiðum aðstæðum þar sem unirgróður er orðinn hár og var að auki blautur eftir rigningu fyrr um daginn.

Einnig var boðið upp á að hlaupa hefbundna braut og spreyttu Gísli Jóns og Guðmundur sig á henni, auk þess sem sex manna hópur af tékkum mætti.

Flöggin munu fá að standa yfir helgina þannig að fólk getur tekið auka æfingu á eigin vegum. Hægt er að ná í brautir hér að neðan með eða án stíga.

Öskjuhlíð RauðÁttavitaæfingHvít, Rauð án stíga, Áttavitaæfing án stíga


Posted

in

by

Tags: