Nú á að gera aðra tilraun til að halda meistaramótið. Stefnt er að því að halda mótið næstkomandi sunnudag (27.09.2015) og hafa ræs milli klukkan 16 og 17. Að hlaupi loknu verður að sjálfsögðu boðið upp á veitingar í boði félagsins. Eins og venja er verða brautir sem henta öllum ungum sem öldnum, keppnis- og rólegheitafólki. Mæting er í Vífilsbúð (sjá kort) og er rétt að vekja athigli á því að vegurinn frá Heiðmerkurvegi að skálanum er ekki sá besti en ætti að vera fær flestum bílum ef ekið er varlega, einnig er hægt að leggja á bílastæðinu áður en komið er að afleggjaranum og labba þaðan (um 1,7 km sem er ágætis upphitun).
Sjáumst með góða skapið og vel reimaða hlaupaskó á Sunnudaginn.