Ratlaupfélagið Hekla

Month: May 2012

  • Rathlaup á Háskólasvæðinu

    Næst komandi fimmtudag verður rathlaup á Háskólasvæðinu og hefst hlaupið við Öskju, Sturlugötu 7 (sjá kort). Að þessu sinni verður boðið upp á tvær brautir stutta (1,5 km) og langa (4 km). Báða brautirnar eru tiltölulega einfaldar og þægilegar fyrir byrjendur. Upplýsingar fyrir byrjendur er að finna hér. Kostnaður er 500 en frítt að prófa…

  • 201201 Álftamýrarskóli

    Nr: 201201 Nafn: Álftamýrarskóli Ár: 2012 Staðsetning: Reykjavík Tegund: OJ Skali: 1:2000 Hæðarlínur: 1 m Kortastærð: A4 Höfundaréttur: Rathlaupsfélagið Hekla Kortateiknarar: David Karnå Felttími: Maí 2012 Flatarmál:  0,12 km2 Hlutfall nýkortlagningar: 100 %

  • Ártúnsskóli

    Nr: 201106 Nafn: Ártúnsskóli Ár: 2011 Staðsetning: Reykjavík Tegund: OJ Skali: 1:2000 Hæðarlínur: 2 m Kortastærð: A4 Höfundaréttur: Rathlaupsfélagið Hekla Kortateiknarar: Dana Jezkova Felttími: Október 2011 Flatarmál:  km2 Hlutfall nýkortlagningar: 100 %

  • 201105 Elliðaárdalur

    Nr: 201105 Nafn: Elliðaárdalur Ár: 2011 Staðsetning: Reykjavík Tegund: OJ Skali: 1:7500 Hæðarlínur: 2 m Kortastærð: A4 Höfundaréttur: Rathlaupsfélagið Hekla Kortateiknarar: Markus Puusepp Felttími: Júlí 2011 Flatarmál: 1,78 km2 Hlutfall nýkortlagningar: 65 %

  • Rathlaupsæfingar fyrir börn og unglinga

    Í sumar ætlar Rathlaupsfélagið Hekla í samstarfi við skátafélagið Vífil að bjóða upp á æfingar í rathlaupi sem er ung íþrótt hér á landi. Hvað er rathlaup? Rathlaup er hlaupaíþrótt sem virkar eins og hefðbundin ratleikur að finna ákveðna pósta sem eru merktir inn á kort í ákveðinni röð. Fyrir hverja eru æfingarnar? Þær eru…

  • Fjölskyldu og Stigarathlaup í Öskjuhlíð

    Á fimmtudaginn (uppstigningardag) verður rathlaup í Öskjuhlíð. Það er spáð góðu veðri og margt í boði sem hentar allri fjölskyldunni – tvær aðveldar brautir (1 og 2 km), rathlaupsleikir og stigarathlaup (29 póstar/60 mín). Hlaupið er frá bílastæðinu norðan meginn við Perluna, sjá nánar á korti. Hægt er að mæta á milli kl. 12 og…

  • Úrslit frá Heiðmörk, sunnudaginn 13. maí 2012

    Þrátt fyrir að fjölmiðlar væru búnir að hræða líftóruna úr almenningi með spám um vont veður þennan dag þá var góð mæting í rathlaupið í Heiðmörk. Tólf manns mættu og hlupu í góðu veðri, þótt hitinn hefði mátt vera aðeins meiri. Hér koma úrslitin: Heildartími/Millitími

  • Úrslit hlaupsins í Laugardalnum 10. maí

    Hér kom úrslitin frá hlaupinu 10. maí síðasta fimtudag í Laugardalnum. Það kom hópur frá KFUM og KFUK og tók þátt í hlaupinu og þau stóðu sig bara vel þótt sumir hafi villst dálítið eða gleymt að stimpla sig inn á suma póstana. En það getur einnig komið fyrir reyndari hlaupara eins og sjá má…

  • Athyglisverð myndbönd

    Hvað er póstur? Fyrir byrjendur Hvernig virkar rathlaup?

  • Rathlaup í Heiðmörk næsta sunnudag

    Næst komandi sunnudag frá kl 12 – 14 verður boðið upp rathlaup í Heiðmörk. Hlaupið verður frá Borgarstjóraplani (kort) Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt því ekki mun rigna og hitastigið verður um 6°C. Því er tilvalið að skella sér í Heiðmörk hlaupa rathlaup þar sem boðið verður upp þrjár brautir: byrjenda, meðal erfið og erfið.…