
-
Úrslit frá Heiðmörk, sunnudaginn 13. maí 2012
Þrátt fyrir að fjölmiðlar væru búnir að hræða líftóruna úr almenningi með spám um vont veður þennan dag þá var góð mæting í rathlaupið í Heiðmörk. Tólf manns mættu og hlupu í góðu veðri, þótt hitinn hefði mátt vera aðeins meiri. Hér koma úrslitin: Heildartími/Millitími
-
Úrslit hlaupsins í Laugardalnum 10. maí
Hér kom úrslitin frá hlaupinu 10. maí síðasta fimtudag í Laugardalnum. Það kom hópur frá KFUM og KFUK og tók þátt í hlaupinu og þau stóðu sig bara vel þótt sumir hafi villst dálítið eða gleymt að stimpla sig inn á suma póstana. En það getur einnig komið fyrir reyndari hlaupara eins og sjá má…
-
Athyglisverð myndbönd
Hvað er póstur? Fyrir byrjendur Hvernig virkar rathlaup?
-
Rathlaup í Heiðmörk næsta sunnudag
Næst komandi sunnudag frá kl 12 – 14 verður boðið upp rathlaup í Heiðmörk. Hlaupið verður frá Borgarstjóraplani (kort) Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt því ekki mun rigna og hitastigið verður um 6°C. Því er tilvalið að skella sér í Heiðmörk hlaupa rathlaup þar sem boðið verður upp þrjár brautir: byrjenda, meðal erfið og erfið.…
-
Tímar úr hlaupinu í Elliðaárdal
Heildartímar / Millitímar
-
Rathlaup í Laugardalnum 10. maí 2012
Núna á fimmtudaginn verður rathlaup í Laugardalnum frá kl. 17.00 til 18.30. Hlaupið er frá Þróttaraheimilinu, sjá nánar á korti (sjá grænu örina). Þrjár brautir eru í boði, ein auðveld og stutt (1,6km), létt braut (2,5-3.0 km) og erfiða braut (4,0 km). Hlaupið verður með nýju korti (búið að stækka gamla kortið). lowest price on…
-
Rathlaup í Elliðaárdal
Næsta fimmtudag verður boðið upp á rathlaup í Elliðaárdal frá kl 17 til 18:30. Hlaupið er frá hús starfsmannafélag Orkuveitunnar, sjá nánar á korti. Þar verða þjár brautir í boði, auðveld 1,8 km , létt löngbraut 2,9 km og perlufestarathlaup 3,9 km. Auðvelda brautin hentar fyrir 10 ára og eldri. Það er spáð góðu veðri…
-
Tímar frá síðustu æfingu í Öskjuhlíð
Í fyrsta rathlaupi sumarsins var gott veður og einnig var mætingin góð. Það voru 23 sem mættu á æfinguna og að þessu sinni var byrjendabrautin vinsælust. Rathlaupsfélagið Hekla stefnir að því að bjóða upp á byrjendabrautir í sumar og einnig stendur til bjóða sérstaklega upp á rathlaupskennslu fyrir 8 ára og eldri. Hér má sjá…
-
Rathlaups æfingar að hefjast að nýju
Nú þegar sumarið hefur loks gengið í garð hefjast rathlaups æfingar að nýju. Þetta er þriðja sumarið sem boðið verður upp á reglulega æfingar í rathlaup. Áhuginn á íþróttinni hefur verið aukast og mun rathlaupsfélagið Hekla standa að metnaðarfullri dagskrá í sumar. Rathlaupsæfingar eru opnar öllum og boðið er upp á brautir sem henta flestum…
-
Úrslit úr hlaupinu í Gálgahrauni
Síðastliðin sunnudag var haldin rathlaupsæfing í Gálgahrauni þar sem reyndi mjög á kortalestur og einbeitingu hlaupara. Boðið var upp á hlaupa fjórar brautir og kláruðu Christian og Gísli J. allar brautirnar. Hver braut var um 1,5 – 2 km í beinni loftlínu. Christian var fyrstur í öllum hlaupunum enda með langs mestu reynsluna af rathlaupi…