Núna á fimmtudaginn verður rathlaup í Laugardalnum frá kl. 17.00 til 18.30. Hlaupið er frá Þróttaraheimilinu, sjá nánar á korti (sjá grænu örina). Þrjár brautir eru í boði, ein auðveld og stutt (1,6km), létt braut (2,5-3.0 km) og erfiða braut (4,0 km). Hlaupið verður með nýju korti (búið að stækka gamla kortið).
Allir velkomnir og hægt er að finna hentuga braut fyrir alla fjölskylduna. Skráning fer fram á staðnum. Þáttaka í hlaupinu er 500 kr, en það er frítt að prófa í fyrsta skiptið.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.