Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit úr hlaupinu í Gálgahrauni

Síðastliðin sunnudag var haldin rathlaupsæfing í Gálgahrauni þar sem reyndi mjög á kortalestur og einbeitingu hlaupara. Boðið var upp á hlaupa fjórar brautir og kláruðu Christian og Gísli J. allar brautirnar. Hver braut var um 1,5 – 2 km í beinni loftlínu. Christian var fyrstur í öllum hlaupunum enda með langs mestu reynsluna af rathlaupi en aðrir voru þó ekki langt á eftir. Næsta hlaup verður í lok apríl og þar með hefst rathlaupstímabilið. Í sumar verður boðið upp á fjölmargar æfignar fyrir alla aldurshópa og getu hvers og eins. Við hvetjum alla til að mæta á æfingar og byrja að æfa þessa skemmtilegu íþrótt.

Úrslit / Millitímar


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply