Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaups æfingar að hefjast að nýju

Nú þegar sumarið hefur loks gengið í garð hefjast rathlaups æfingar að nýju. Þetta er þriðja sumarið sem boðið verður upp á reglulega æfingar í rathlaup.  Áhuginn á íþróttinni hefur verið aukast og mun rathlaupsfélagið Hekla standa að metnaðarfullri dagskrá í sumar.

Rathlaupsæfingar eru opnar öllum og boðið er upp á brautir sem henta flestum byrjendum og lengra komnum. Yfirleitt er miðað við að rathlaupið taki um 20 – 40 mínútur eftir því hvar er hlaupið.

Næst komandi sunnudag verður rathlaupsæfing í Öskjuhlíð. Upphaf hlaupsins er við HR eða nánar má sjá hér. Það er hægt að mæta frá kl 12 – 14 og skráning fer fram á staðnum. Tímar úr hlaupunum eru birt á heimasíðu félagsins. Nánari upplýsingar um rathlaup hér

Kostnaður við þátttöku eru 500 kr en það frítt að prófa. Einnig er boðið upp að kaupa árskort á 7000 kr eða 10 skipti á 4000 kr. Þeir sem hafa áhuga að ganga til lið við félagið geta skrá sig hér.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply