
-
Rathlaup við Rauðavatn, sunnudaginn 7. júní 2015
Í fyrsta sinn verðum við með rathlaupaæfingu við Rauðavatn, en kortið var klárað seint í fyrra. Æfingin verður á sunnudaginn 7. júní næstkomandi. Hægt að mæta hvenær sem er milli klukkan 13.00 og 14.00. Allir velkomnir að prófa. Að venju er í boði brautir fyrir börn, byrjendur og lengra komna. Mæting rétt hjá Olís eins…
-
Rauðhólar – Tímar
Það voru 11 sem mættu í rathlaup í dag við Rauðhóla í ágætis veðri þrátt veðurspár hefðu gert ráð fyrir rigningu. Það var sett upp nokkuð erfið braut að þessu sinni og fóru 6 keppendur erfiðustu brautina. Fyrstur í mark var Gísli Jónsson sem rétt ráði að skríða fram út Mattieu á 15 pósti þar sem…
-
Rauðhólar
Á fimmtudag verður rathlaup í Rauðhólum. Æfingi er opin frá kl 17-18 og við bjóðum uppá brautir fyrir alla sem hafa áhuga að taka þátt. Mæting er við bílastæði við Rauðhóla sem er við Heiðmerkuveg. Sjá kort
-
ICE-O undirbúningsfundur, 3. júní
Miðvikudaginn 3. júní kl 20 ætlum við að hittast í félagsheimilinu í Nauthólsvík og fara yfir það sem þarf að gera fyrir ICE-O. Það stefnir í að mótið verði nokkuð stærra en í fyrra og því mikilvægt að sem flestir láti sjá sig. ICE-O er án efa hápunktur ársins hjá félaginu og því viljum við…
-
Fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð lokið.
Þá er velheppnuðum fjölskyldudegi lokið í Öskjuhlíðinni. Það komu margir að prófa rathlaupið. Við skráðum að minsta kosti 116 sem prófuðu. Við náðum kannski ekki að telja alla þegar mest var. Veðrið hélst bara þokkalega gott, en það hefði mátt vera hlýrra og minni vindur. Margir sýndu rathaupinu áhuga og við munum vonandi sjá eitthvað…
-
Fjölskyldudagur í Öskjuhlíð, 30. maí
Við verðum með rathlaupskynningu við Perlunni á laugardag á milli kl. 13 og 15. http://samvera.is/2015/05/28/thrautir-leystar-i-rathlaupi/
-
Tímar úr Mosfellsbæ
Fjölmennt var á æfingu í dag þar sem mættu 28 manns. Veðrið var gott og þó enn sé kalt í veðri. Skátarnir í Mosfellsbæ tóku þátt í æfingu og stóðu sig mjög vel. Mjög ánægjulegt var að sjá ný andlit og vonumst að auðvitað eftir að sjá þau á æfingum í sumar. Rauð 2,5 km…
-
Fimmtudagsæfing í Mosfellsbæ, 28. maí
Næsta fimmtudag, þann 28. maí verður rathlaupsæfing í Ullarnesbrekkum í Mosfellsbæ. Boðið verður upp á þrjár brautir, eina létta og aðra hressandi og þriðju krassandi. Gott tækifæri er að mæta og prófa skemmtilega útivist. Kennsla og búnaður á staðnum. Tímataka opin milli 17 og 18 Hlaupið hefst við skátaheimilið sem stendur við Brúarland. (sjá kort)
-
Úrslit úr Hafnarfirði, 21. maí
Svört braut, 2,7 km Gísli Örn 20:38 Óli 21:20 Gísli J. 24:03 Matthieu 25:33 Kristín 26:30 Valda 32:30 Eva Carlson 56:58 Vilde, Marit 1:06:35 Rauð braut, 2,0 km Benedikt, Magnús 27:35 Niels, Jacok 54:56 Hvít braut, 0,8 km Iðunn, Martin 14:10
-
Æfing í Hafnarfirði
Næst komandi fimmtudag verður haldin rathlaupaæfing í Hafnarfirði þar sem hægt er að mæta frá kl 17 til kl 18. Hlaupið verður frá Lækjaskóla (sjá kort). Boðið verður upp á stigarathlaup þar sem þátttakendur fá 30 mín til að safna sem flestum póstum eða stigum. Allir eru velkomnir á æfingar hjá félaginu og kynningarhlaup eru ókeypis.