Miðvikudaginn 3. júní kl 20 ætlum við að hittast í félagsheimilinu í Nauthólsvík og fara yfir það sem þarf að gera fyrir ICE-O. Það stefnir í að mótið verði nokkuð stærra en í fyrra og því mikilvægt að sem flestir láti sjá sig. ICE-O er án efa hápunktur ársins hjá félaginu og því viljum við sérstaklega hvetja þá sem ekki hafa áður verið með í að undirbúa mótið til að mæta.
ICE-O undirbúningsfundur, 3. júní
Posted
in
by
Tags: