Næsta fimmtudag, þann 28. maí verður rathlaupsæfing í Ullarnesbrekkum í Mosfellsbæ.
Boðið verður upp á þrjár brautir, eina létta og aðra hressandi og þriðju krassandi. Gott tækifæri er að mæta og prófa skemmtilega útivist.
Kennsla og búnaður á staðnum.
Tímataka opin milli 17 og 18
Hlaupið hefst við skátaheimilið sem stendur við Brúarland. (sjá kort)