• Páskaeggjarathlaup 2017, pálmasunnudag (9. apríl)

    Hið árlega páskaeggjarathlaup Heklu verður haldið á pálmasunnudag sem er 9. april næstkomandi. Viðburðurinn verður með sama sniði og fyrri ár. Ratvísir krakkar geta unnið sér 1-3 egg eftir því hversu ratvís þau eru. Einnig verðar krefjandi rathlaupabrautir í boði fyrir fullorðna. Hægt er að mæta hvenær sem er á sunnudeginum milli kl. 10:00 og…

  • Night Orienteering in Mossfellsbær

    On Wednesday the 15th of February, 8pm (20:00) there will be night orienteering in Mosfellsbær,  start here .

  • Tímar frá æfingu Náttúruhlaupahópsins

    Það var öflugur hópur hlaupara á námskeiði hjá Náttúrhlaupahópnum sem fór í kynningarrathlaup í Elliðaárdal.  Þau fóru létt með að hlaupa í rathlaup í Elliðaárdal og hér má líta á tímana frá því í hlaupinu. Athugið að þeir sem hafa ekki stimplað í alla póstana eða ekki farið á þá í rétta röð eru á…

  • Æfing og lokahóf

    Nú fara veður, vindar og lækkandi sól að valda því að aðal rathlaupatímabil ársins er senn á enda . Við ætlum því að nota tækifærið næsta fimmtudag og halda upp á vel heppnað tímabil með því að hittast við hús Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík klukkan 17:30. Byrjað verður á að taka létta æfingu sem verður með óvenjulegu…

  • Æfing við Rauðhóla (æfingin fellur niður!)

    Því miður fellur þessi æfing niður 🙁 sjáumst hress í næstu viku.   Næsta fimmtudagsæfing verður við Rauðhóla. Boðið verður upp á áttavitaæfingu sem er sérsniðin fyrir krakka og þá sem eru að taka sín fyrstu skref með áttavita en einnig verður boðið upp á tvær mis erfiðar tækniæfingar. Rétt er að minna á að…

  • Úrslit næturrathlaupsins í gær (30.sept. 2016)

    Flestir félagar Heklu misstu af æðislegu tækifæri að taka þátt í næturrathlaupi með næturrathlaupaliðinu Yökuppi frá Finlandi, en liðið hefur verið landinu frá því á fimmtudag og hafa verið að blogga um ferðina á heimasíðu sinni. Aðeins Jóna hélt upp uppi heiðri félagsins og mætti :). Yökuppi hefur haldið næturbikarmót á hverju ári síðan 2002 í…

  • Næturrathlaup föstudaginn 30. september

    Næsta æfing verður núna á morgun (föstudaginn 30. september) en að þessu sinni verður boðið upp á næturrathlaup. Mæting við Þorláksgeisla 51, kl. 21.00. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi eftir hlaup. Allir velkomnir og reynt verður að hafa brautir við allra hæfi. Það er nauðsynlegt að vera með áttavita og höfuðljós. Ekkert mál…

  • Haustmót úrslit

    Haustmót Heklu fór fram í dag og þrátt fyrir að það hafi fallið nokkrir dropar heppnaðist mótið einkar vel. Stór hópur náttúruhlaupara kom og tók þátt en það gerði jafnvel enn meiri stemmningu að hafa svo stóran hóp þátttakenda. Úrslit mótsins má svo nálgast hér. Ekki er hægt að halda svo glæsilegt mót án aðstoðar…

  • Æfingar næstu fimmtudaga

    Næstu fjóra fimmtudag fara fram æfingar kl 17:30 á eftirfarandi stöðum. Æfingarnar eru opnum öllum að kostnaðarlausu. Æfingarnar eru bæði börn og fullorðnu jafnt sem byrjendum og reyndari rathlaupa. Við bjóða ávallt upp á stutta kynningu fyrir byrjendur. 29. september  – Laugardalur – mæting við Ármannsheimilið (kort) 30. september – Næturathlaup í samstarfi við Finnska…

  • Haustmót Heklu

    Haustmótið verður haldið laugardaginn 24. september. Fyrir utan ICE-O er þetta okkar stærsta mót og því verður boðið upp á gott úrval vandaðra brauta. Allir ættu því að geta fundið braut við sitt hæfi og að hlaupi loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Mæting er við Þorláksgeisla 51 og verður hægt að ræsa frá klukkan 10:00.…