Ratlaupfélagið Hekla

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn er núna miðvikudaginn 24. maí og auðvitað mun félagið halda upp á daginn. Fyrir utan rathlaupin sem verða í boði fyrir grunnskólanema við Gufunesbæ, Elliðarárdal og Selskóg, þá verður almenningi boðið að prófa rathlaup í Öskjuhlíðinni. Hægt er að mæta hvenær sem er milli kl. 17.00 og 18.00 við litla skúrinn við hliðina á Siglingaklúbbnum í Nauhólsvík.

Allir velkomnir, brautir við allra hæfi, unga sem gamla og reynda sem óreynda rathlaupara.


Posted

in

by

Tags: