
-
Úrslit úr rathlaupi
Að þessu sinni var veðrið gott þrátt fyrir smá kulda sem hvarf um leið og lagt var af stað. Í lokin var farið að dimma og erfitt var að lesa á kortið. Keppnin var hörð bæði í lýsingarathlaupi og á léttu brautinni. Úrslit / Millitímar
-
Úrslit úr Boot Camp
Boot Camp íþróttaþjálfunin skellti sér í rathlaup í Laugardalnum síðasta laugardag. http://www.habawaba.com/?p=3533 Hér má sjá úrslitin
-
Næstu rathlaup
Næsta fimmtudag verður boðið upp rathlaup í Heiðmörk og er ræst frá Borgarstjóraplaninu (Sjá mynd). Hægt að mæta kl 17 – 18:30. Frítt að prófa annars 500 kr. Boðið verður upp á sérstaka æfingu sem nefnist lýsingarathlaup og einnig verður boðið upp á létta braut. Á sunnudag verður boðið upp á rathlaup í Mosfellsbæ á…
-
Innanhúsrathlaup í Flensborg
Í dag var haldið í fyrsta skipti hér landi innanhúsrathlaup. Tilefnið var íþróttadagur í skólanum þar sem ýmis félag og samtök gátu kynnt sína starfsemi. Rathlaupsfélagið Hekla kynnti sína starfsemi með innanhúsrathlaupi um skólann sem vakti mikla eftirtekt. Ungmennunum fannst mjög gaman að prófa rathlaup og voru mörg áhugasöm um þessa íþrótt. Á meðfylgjandi mynd…
-
Blautustu úrslit ársins?
Rathlaupið á Háskólasvæðinu fór hið besta fram þó að það rigndi látlaust og Vatnsmýrin væri vel blaut. Þátttakendur voru fáir, aðeins sex, og völdu allir lengri brautina. Úrslit má sjá hér: Úrslit / Millitímar Millitímaskráin er nú rétt en í fyrstu útgáfu af henni vantaði einn póst, nr. 10 (40). gh.
-
Háskólasvæði 29. september 2011
Næsta rathlaup er á Háskólasvæðinu (og í Vatnsmýri og Hljómskálagarði) fimmtudaginn 29. september og að vanda er hægt að byrja hlaupið hvenær sem er milli 17:00 og 18:30. Rásmark er við Háskólatorg, sjá myndina hér til hliðar. Velja má um tvær brautir, 3,5 km og 2,1 km. Báðar brautirnar verða að teljast fremur auðveldar og…
-
Millitímar úr Öskjuhlíð, 22. sept
Þar sem ekki er hægt að finna neinn sérstakan sigurvegara í Línurathlaupinu, geta þáttakendur dundað sér við að finna á hvaða leggjum þeir stóðu sig best. Hér koma millitímarnir í tveim mismunandi formum. Millitími 1 / Millitími 2
-
Úrslit úr Öskjuhlíð, 22. september 2011
Það var fagur og sólríkur haustdagur sem fagnaði 19 þátttakendum í rathlaupi í hinni grónu og indælu Öskjuhlíð. Með bjarsýnisblik í auga lögðu hlauparar á rás til að keppa við sjálfan sig, klukkuna og um leið að taka áskoruninni við að hlaupa línurathlaup. En sakleysilegt blik samhentra Hekluhlaupara hafði breyst í þreyttar og sveittar ásjónur enda…
-
9. okt. á nýu korti
Þann 9. okt. átti að vera íslenskt meistaramót í boðhlaupi, en vegna tafa í kortagerð er ekki hægt að undirbúa það nógu vel. Í staðinn verður bara venjulegt rathlaup fyrir alla. Tvær brautir – létt og erfið. Ég vona að það komi sem flestir þar sem kortið og svæðið er splungunýtt! Allir eru velkomnir og…
-
Borgarnes fellur niður í dag sunnudag
Því miður þá fellur hlaupið sem átti að vera í Borgarnesi (Einkunnum) í dag sunnudag niður. Ekki er næg þátttaka í hlaupinu hvorki frá höfuðborginni né frá Borgarnesi til að halda það. Við gerum ráð fyrir að halda hlaup í borgarnesi á næstunni í tengslum við verkefni sem að UMFS stendur fyrir. Næsta hlaup er…