Það var fagur og sólríkur haustdagur sem fagnaði 19 þátttakendum í rathlaupi í hinni grónu og indælu Öskjuhlíð. Með bjarsýnisblik í auga lögðu hlauparar á rás til að keppa við sjálfan sig, klukkuna og um leið að taka áskoruninni við að hlaupa línurathlaup. En sakleysilegt blik samhentra Hekluhlaupara hafði breyst í þreyttar og sveittar ásjónur enda brautin erfið og brautagerðarmaðurinn að takast á við nýja áskorun sjálfur. En góður dagur engu að síður og flestir ánægðir að með samveruna með kanínum í Öskjuhlíð 🙂
Línurathlaup:
1. sæti- 1:12:57 Davíð (fann allar stöðvar nema eina)
2. sæti- 1:16:24 Petr
3. sæti- 1:21:39 Fjölnir Guðmundsson
4. sæti- 1:23:18 Guðmundur Finnbogason
5. sæti- 1:26:58 Gísli Jónsson
6. sæti- 1:29:56 Skúli
7. sæti- 1:39:13 Dana
8. sæti- 1:41:36 Lenka
Hefðbundið rathlaup:
1. sæti- 1:00:03 Dagur (fann allar stöðvarnar)
2. sæti- 1:51:37 Vincent
3. sæti- 2:08:31 Anna Kristín
4. sæti- 2:08:42 Rúdolf
1:22:48 Hrafnhildur
Flugbjörgunarsveitin:
44:43 Viktor
44:53 Stebbi
51:56 Halldór
28:20 Eyþór
Katrín og Ólöf stimpluðu sig ekki inn við lok hlaups.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.