Ratlaupfélagið Hekla

Næstu rathlaup


Næsta fimmtudag verður boðið upp rathlaup í Heiðmörk og er ræst frá Borgarstjóraplaninu (Sjá mynd). Hægt að mæta kl 17 – 18:30. Frítt að prófa annars 500 kr. Boðið verður upp á sérstaka æfingu sem nefnist lýsingarathlaup og einnig verður boðið upp á létta braut.

Á sunnudag verður boðið upp á rathlaup í Mosfellsbæ á nýju korti. Mæting er aftan við Varmaskóla (Sjá mynd) Hægt að mæta kl 11 – 12:30. Frítt að prófa annar 500 kr. Boðið verður upp á erfiða braut og létta braut.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply