Ratlaupfélagið Hekla

Innanhúsrathlaup í Flensborg

Í dag var haldið í fyrsta skipti hér landi innanhúsrathlaup. Tilefnið var íþróttadagur í skólanum þar sem ýmis félag og samtök gátu kynnt sína starfsemi. Rathlaupsfélagið Hekla kynnti sína starfsemi með innanhúsrathlaupi um skólann sem vakti mikla eftirtekt. Ungmennunum fannst mjög gaman að prófa rathlaup og voru mörg áhugasöm um þessa íþrótt. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig brautin leit út en skólinn er ef til vill með flóknari skólabyggingum og því var útkoman mjög skemmtileg.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply