
-
Úrslitin úr Heiðmörkinni 9. sept. sl. með millitíma
Hér koma einnig millitímarnir úr Heiðmörkinni 9. september 2012. Heildartími/Millitími
-
Rathlaup á morgun í Laugardal
Minni á rathlaupsæfingu á morgun í Laugardal þar sem boðið verður upp á minnisrathlaup. Það felst í því að rathlauparinn fær ekki kort en í staðinn er lítið kort á hverri stöð sem sýnir staðsetningu þeirrar næstu. Þannig verður rathlauparin að muna leiðina. Að venju er hægt að mæta frá kl 17 – 18 og…
-
Tímar úr hlaupinu í Heiðmörk
Veðrið lék við hlaupara í Heiðmörk í dag. Það var mikið um bláber á svæðinu og freistuðust sumir hlaupara til að næla sé í nokkur bláber meðan stefnan var tekin á næsta póst. Úrslit dagsins eru eftirfarandi: Löng braut (3,7 km): Gísli Jónsson (39:05) Baldur Eiríksson (47:06) Dagur Egonsson (62:07) Skúli (66:00) Barnabraut (1,3 km):…
-
Rathlaup í Heiðmörk 9. sept. 2012
Sunnudaginn 9. september fer fram rathlaup í Heiðmörk. Í boði verða þrjár mismunandi brautir: Barna/byrjendabraut (1,3 km) Stutt (2,5 km) Löng (3,7 km) Keppendur geta lagt af stað á milli kl. 12 og 13. Allir velkomnir að koma og taka þátt. Tilvalið tækifæri til að njóta helstu náttúruperlu höfuðborgarinnar. Heyrst hefur að mikið sé af…
-
Úrslit frá Elliðaárdal, fimmtudaginn 6. september 2012
Það mættu fimm hressir einstaklingar í rathlaup í dag. Veður var ágætt en smá svalt, að mestu skýjað og eina stutta gróðrarskúr gerði á okkur. En loftið í dalnum var ferskt og svalandi. Þeir sem mættu fengu líka veitingar eins og ég hafði gefið fyrirheit um, nýbakaða, volga og löðrandi kanilsnúða og einnig gómsætar formkökur með unaðslegum súkkulaðibitum…
-
Rathlaup í Elliðaárdal fimmtudaginn 6. september 2012
Fimmtudaginn 6. september mun fara fram svokallað teiknirathlaup (líka kallað einfaldarathlaup). Þátttakendur fá blað með stöðvunum eingöngu og verða svo að teikna kortið inn á það blað sjálfir, sem þeir fá aðgang að áður en þeir hlaupa af stað. Þeir sem eru nýir og treysta sér ekki til þess, geta hlaupið brautina á hefðbundinn hátt.…
-
Tímar úr bingórathlaupi
Fjörugt bingórathlaup var haldið í Laugardalnum í dag og mættu þar 7 hressir hlauparar en á úrslitum var bætt við tveimur Finnum sem fóru þessa braut fyrr í sumar. Því miður virðist eitthvað vera fækka á æfingum hjá okkur og værum við til í sjá fleiri ný andlit. Við hvetjum þessa alla áhugasama hlaupara, fjölskyldur…
-
Næsta æfing
Næsta hlaup hefst við Laugardalslaug og boðið verður upp á bingórathlaup og hefðbundið rathlaup. Við bjóðum eins og alltaf alla velkomna að prófa þessa skemmtilega íþrótt og hægt er að mæta frá kl 17 til 18
-
Úrslitin úr Vífilsstaðarhlíðinni, 26. ágúst 2012
Það var metþáttaka í barnabrautina í Vífilisstaðahlíðinni en það hefðu mátt mæta fleiri til þess að hlaupa erfiðu brautina. Hún var mjög fín eða eins og einn hlauparinn (eða eini hlauparinn sem hlaup erfiðu brautina) orðaði þar “einn af hápunktum ferðarinnar [til Íslands]”. Veðrið lék við þáttakendur en mikil berjaspretta gerði það erfitt að hlaupa…
-
Næsta hlaup í Vífilsstaðarhlíð
Næsta rathlaup byrjar við grillið í Vífilsstaðarhlíð núna á sunnudaginn (26. ágúst). Ræst er á milli 12.00 og 14.00. Sumarið ekki alveg búið, ennþá er hlýtt í veðri og samkvæmt veðurspánni ætti að haldast þurrt þó ekki sjáist mikið til sólar. Það getur samt verið snjallt að vera viðbúinn rigningu enda sjaldnast hægt treysta þessum…