Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaup í Heiðmörk 9. sept. 2012

Sunnudaginn 9. september fer fram rathlaup í Heiðmörk. Í boði verða þrjár mismunandi brautir:

  • Barna/byrjendabraut (1,3 km)
  • Stutt (2,5 km)
  • Löng (3,7 km)

Keppendur geta lagt af stað á milli kl. 12 og 13. Allir velkomnir að koma og taka þátt. Tilvalið tækifæri til að njóta helstu náttúruperlu höfuðborgarinnar. Heyrst hefur að mikið sé af bláberjum á svæðinu ef vel er leitað.

Með því að velja hlekkinn hér að neðan má sjá hvar hlaupið fer fram (græna pílan á kortinu).

https://maps.google.com/?q=64.066075,-21.729525+++


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply