Næsta rathlaup byrjar við grillið í Vífilsstaðarhlíð núna á sunnudaginn (26. ágúst). Ræst er á milli 12.00 og 14.00. Sumarið ekki alveg búið, ennþá er hlýtt í veðri og samkvæmt veðurspánni ætti að haldast þurrt þó ekki sjáist mikið til sólar. Það getur samt verið snjallt að vera viðbúinn rigningu enda sjaldnast hægt treysta þessum veðurfræðingum :).
Í boði verða þrjár brautir.
Erfið (4,3 km loftlína)
Meðal (2,8 km loftlína)
Byrjenda (1,3 km loftlína)
Um að gera taka börnin með enda stysta brautin á allra færi. Í verðlaun eftir hlaupið er kökubiti meðan birgðir endast. Mætið því snemma og njótið útiverunar.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.