Fimmtudaginn 6. september mun fara fram svokallað teiknirathlaup (líka kallað einfaldarathlaup). Þátttakendur fá blað með stöðvunum eingöngu og verða svo að teikna kortið inn á það blað sjálfir, sem þeir fá aðgang að áður en þeir hlaupa af stað. Þeir sem eru nýir og treysta sér ekki til þess, geta hlaupið brautina á hefðbundinn hátt. Elliðaárdalurinn er mjög skemmtilegt svæði til að hlaupa í og ætti ekki að vefjast um of fyrir þeim sem eru nýir í íþróttinni. Ræsing verður við rafveituheimilið við Rafstöðvarveg 20 milli kl. 17 og 18. Veðurstofan gerir ráð fyrir þurru og björtu veðri síðdegis á fimmtudaginn. Það verður einhver vindur en það er náttúrulega mjög skjólsælt í dalnum og ætti ekki að koma að sök.
Rathlaup í Elliðaárdal fimmtudaginn 6. september 2012
Posted
in
by
Tags:
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.