
-
Jan Kjellström rathlaupakeppnin
Fréttamaður rathlaupavefsins er aftur kominn á stjá. Nú er hann staddur í Wales að keppa á JK 2014. Þetta er þriggja daga keppni auk boðhlaups sem er á fjórða deginum. Mótið er nefnt eftir Jan Kellström sem var sænskur rathlaupari sem vann ötulega að útbreiðslu íþróttarinnar í Bretlandi. Hann lést snemma árs 1967 og sama…
-
Rathlaup í Oslo 3. mars 2014
Fréttamaður rathlaupavefsins var staddur í Oslo í byrjun mánaðarins og svo skemmtilega vildi til að rathlaupfélagið Lillomarka OL var með næturathlaupakeppni á sama tíma. En auðvelt er að finna rathlaupakeppnir á norðulöndunum með því að fara á heimasíður rathlaupasambandanna (fyrir noreg: http://eventor.orientering.no/) Keppnin var haldin í skógi norska kóngsins í nágrenni við hið fræga víkingaskipasafn í…
-
Aðalfundur Rathlaupafélagsins 25. febrúar 2014
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar kl 20 í húskynnum Siglingaklúbbsins í Nauthólsvík. Guðmundur Finnbogason og Fjölnir Guðmundsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Óskað verður eftir framboðum á aðalfundi. Dagskrá aðalfundar er Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár. Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði. Umræður…
-
Rathlaupafélagið fær styrki
Rathlaupafélagið hefur fengið þrjá styrki á þessu ári. Fyrsti styrkurinn kom úr Íþróttasjóði Menntamálaráðuneytisins upp á 150.000 kr og er til kortagerðar. Hverfaráð Laugardals og Háaleitis og Bústaðarhverfis styrkti félagið um rúmar 37.000 kr til þess að vera með kynningu á rathlaupi á Laugardalsdeginum núna í sumar. Þriðji styrkurinn kom frá skóla og frístundasviði Reykjavíkur…
-
Tímar úr næturhlaupinu við HÍ, 13. feb.
Fimm hlauparar mætu í fallegu veðri í sprett hlaup vi Háskóla Ísland á fimmtudagskvöldi. Brautin var 2,1 km löng. 12:39 Skúli Magnús Þorvaldsson 14:55 Gísli Örn Bragason 15:01 Baldur Eiríksson 28:47 Ólafur Páll Jónsson & Sigurður Freyr Takk fyrir æfinguna. Dana
-
201202 Laugardalur
Nr: 201202 Nafn: Laugardalur Ár: 2012 Staðsetning: Reykjavík Tegund: OJ Skali: 1:5000 Hæðarlínur: 2 m Kortastærð: A4 Höfundaréttur: Rathlaupsfélagið Hekla Kortateiknarar: Markus Puusepp, Gísli Örn Bragason Felttími: Haust 2011 Flatarmál: 0,90 km2 Hlutfall nýkortlagningar: 50%
-
Æfing fellur niður
Æfing sem áætlað var að halda fimmtudaginn 30. janúar fellur niður. Öryggisnefnd og dagskrárstjóri komust að þeirri niðurstöðu að aðstæður væru til þess fallnar að ógna öryggi hlaupara og velferð. Hlaupurum verðu bætt hreyfingaleysið á viðeigandi hátt.
-
Kennslukvöld 23. janúar 2014
Það verður kennslukvöld kl. 20.00 á fimmtudaginn 23. janúar. Staðsetning Rauðarárstígur 10, (hringið í síma 694-1874 ef hurðin er lokuð). Góð kaffivél á staðnum (auk hraðsuðuketils fyrri tedrykkjufólk) og ég auglýsi eftir sjálfboðaliða til að koma með veitingar. Farið verður hratt yfir upprifjun á brautargerð og litakóðanum sem við notum. Svo verður farið yfir hugmyndir…
-
Tímar úr hlaupinu í Elliðaárdal
Hressandi vetraraðstæður voru síðasta fimmtudag í næturrathlapi í Elliðaárdal. Talsverður snjór og hálka gerðu aðstæður mjög erfiðar og var þetta því hlaup fyrir hörðustu rathlaupara félagsins. Hlaupin var braut sem var jafnframt fyrsta hlaup sumarsins þannig að hér má sjá samanburðatíma frá því Skúli 41 mín Baldur 46 mín Gísli J. 46 mín Ólafur 51…
-
Næturrathlaup
Í dag, fimmtudag er boðið upp á næturrathlaup í Elliðaárdal frá kl 17:30 – 18:00. Nauðsynlegt að hafa höfuðljós og brodda undir skóm. Hlaupið hefst við Rafstöðvarveg 20 eða félagsheimili starfsmanna Orkuveitunnar.