Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaupafélagið fær styrki

Rathlaupafélagið hefur fengið þrjá styrki á þessu ári. Fyrsti styrkurinn kom úr Íþróttasjóði Menntamálaráðuneytisins upp á 150.000 kr og er til kortagerðar. Hverfaráð Laugardals og Háaleitis og Bústaðarhverfis styrkti félagið um rúmar 37.000 kr til þess að vera með kynningu á rathlaupi á Laugardalsdeginum núna í sumar. Þriðji styrkurinn kom frá skóla og frístundasviði Reykjavíkur til þess að vera með rathlaupakynningu í félagsmiðstöðunum kringum Laugardalinn. Þessi mál og önnur verða rætt á næstkomandi aðalfundi (25. febrúar 2014).


Posted

in

by

Tags: