Fréttamaður rathlaupavefsins var staddur í Oslo í byrjun mánaðarins og svo skemmtilega vildi til að rathlaupfélagið Lillomarka OL var með næturathlaupakeppni á sama tíma. En auðvelt er að finna rathlaupakeppnir á norðulöndunum með því að fara á heimasíður rathlaupasambandanna (fyrir noreg: http://eventor.orientering.no/)
Keppnin var haldin í skógi norska kóngsins í nágrenni við hið fræga víkingaskipasafn í Bygdö. Svæðið var þakið stígum en engu að síður mjög auðvelt að villast í myrkrinu eins og þið getið séð á hlaupaferlinum á meðfylgjandi mynd.
Fréttamaðurinn setti sér tvö markmið fyrir hlaupið. Í fyrsta lagi að klúðra ekki hlaupinu (þ.e.a.s. að finna alla póstana í réttri röð) og ekki lenda í síðasta sæti. Hlaupið byrjaði ekki vel þar sem fyrsti flaggið sem fannst var við póst 10 en ekki 1. En rötunin batnaði með hverjum póstinum sem leið en of miklum tíma var eytt á póst númer 5 sem týndist eða gleymdist að setja út. Eitthvað sem fréttamaður vefsins átti ekki von á í Noregi. Niðurstöður hlaupsins og millitíma má svo finna hér (úrslit, Herrer A). Markmiðin tvö náðust þó það seinna takmarkið virtist órafjarlægt í hlaupinu sjálfu.