Ratlaupfélagið Hekla

Jan Kjellström rathlaupakeppnin

Fréttamaður rathlaupavefsins er aftur kominn á stjá. Nú er hann staddur í Wales að keppa á JK 2014. Þetta er þriggja daga keppni auk boðhlaups sem er á fjórða deginum. Mótið er nefnt eftir Jan Kellström sem var sænskur rathlaupari sem vann ötulega að útbreiðslu íþróttarinnar í Bretlandi. Hann lést snemma árs 1967 og sama ár var fyrsta mótið haldið í minningu hans. Til gamans má geta að Jan er sonur Alvan Kjellström sem var einn af stofnendum SILVA. Þetta er stærsta alþjóðlega rathlaupamótið sem haldið er í Bretlandi og yfir 3000 manns er skráðir þetta árið.

Vegna einhvers miskilning þá var fréttamaður vefsins skráður sem Dani og því kemur Ísland ekki fram sem eitt af keppnisþjóðunum, en hann er skráður sem meðlimur í Hekla OC.

Fyrr í dag (18.04.2014), var keppt í sprettrathlaupi og gekk fréttamanni bara sæmilega vel en gerði að vísu ein mistök. En það gekk vel að ná markmiðunum tveim, sem voru þau sömu og síðast í Oslo, að finna alla póstana og ekki vera síðastur. En hér má finna úrslitin.

Á morgun verður svo keppt á mjög áhugaverðu svæði þar sem lítið sem ekkert er um skóg og sem verður vonandi íslendingi til framdráttar. En hér má finna kort af því svæði.

 

 


Posted

in

by

Tags: