Fyrsta æfing sumarsins fór fram í Öskjuhlíð í dag. Félagsmenn virðast eitthvað seinir að taka við sér eftir veturinn og því var fámennt en góðmennt á þessari fyrstu æfingu tímabilsins. Stíf norðanátt með tilheyrandi kulda kann að hafa fælt einhverja frá en þeir sem mættu skemmtu sér konunglega. Hér má sjá tímana úr æfingunni.
Við vonumst til að sjá fleiri á næstu æfingu en vor/sumar dagskrána má nálgast hér.