Ratlaupfélagið Hekla

Æfingadagskrá 2016

Við bjóðum öllum að taka þátt í rathlaupaæfingum sem fara fram á útivistarsvæðum borgarinnar.

Hér má nálgast æfingadagskrá félagsins fyrir vorið 2016

Eins og áður verða æfingar á fimmtudögum þar sem hægt er að mæta frá kl 17:30 – 18:00. Æfinginn tekur yfirleitt frá hálftíma og upp í rúman klukkutíma. Nánari staðsetning er auglýst á síðunni nokkrum dögum áður.

Rathlaup má stunda á marga vegu eftir getu hvers og eins. Flestir byrjendur velja að skokka eða ganga eina af auðveldum brautunum í upphafi. Eftir að þú hefur náð betri tökum á íþróttinni getur þú valið erfiðari brautir.

Hér er hlekkur á kennslubók í rathlaupi fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref .

 


Posted

in

by

Tags: