Ratlaupfélagið Hekla

Lýsingarathlaup í Elliðaárdal

Síðasta fimmtudag var fallegt haustveður og góð mæting var á æfingu hjá rathlaupsfélaginu Heklu. Skúli bauð þar upp á lýsingarathlaup 4,3 km sem reyndist nokkuð snúið hjá honum og stutta braut 0,9 km. Allir luku nú sinni braut og er það góður árangur.

Félagið ákveð að fella niður boðhlaupskeppni sem var fyrirhuguð á morgun vegna þátttökuleysis. Vonandi getum við farið að stefna að boðhlaupi á næsta ári en til þess væri þyrftum við fjölga meðlimum.

Hér má sjá úrslitin

Heildartímar / Millitímar / WinSplit millitímar

Næsta æfing fer fram í Laugardal næsta fimmtudag. Einnig farið að styttast í meistarahlaupið í Heiðmörk. Við hvetjum alla reynda sem óreynda rathlaupara til að mæta á meistarahlaupið sunnudaginn 21. október.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply