• Blaut úrslit frá Ullarnesbrekkur 23. ágúst 2012

    Hér koma svo úrslitin frá Ullarnesbrekkum. Skúli brautargerðarmaður varð að ósk sinni og það ringdi all hresslega. Að vísu bara þegar Skúli var að setja út brautina. Annars var bara gott veður þó allt hafi verið mjög blautt og mikið í ánni sem þurfti að vaða nokkrum sinnum. Salvar var að læra að  nota áttavitann…

  • Úrslit frá 16. ágúst-HÍ og miðbær

    Það voru frábærar aðstæður fyrir hlaup á þessum fallega og hlýja degi sem verður örugglega hlýjasti dagur þessa árs í Reykjavík. Allt gekk vel og allir komu heilu og höldnu í mark. Heildartímar / Milltímar Löng-4 km: 1. 15:12    Felix Spaeth 2. 17:57    Gísli Örn 3. 18:26    Skúli 4. 18:46    Fjölnir Guðmundsson 5. 19:11    Gísli Jónsson…

  • Rathlaup fimmtudaginn 16. ágúst-Ræsing við Þjóðminjasafnið

    Það er spáð sól og blíðu og megafjöri á fimmtudaginn þegar það verður boðið upp á rathlaup við Háskólann og miðbæinn. Tvær brautir verða í boði, 4 km og 2,4 km. Þetta er tilvalið hlaupasvæði fyrir byrjendur. Ræsing verður milli kl. 17 og 18. Mæting er fyrir sunnan Þjóðminjasafn Íslands (sjá mynd). Allir hnakkar og…

  • Tímar úr Blómarathlaupi í Öskjuhlíð

    Heildartímar / Millitímar

  • Rathlaupsæfing í dag 9. ágúst

    Í dag verður rathlaup í Öskjuhlíð. Ræst verður milli klukkan fimm og sex frá Perlunni. Boðið verður upp á létta braut sem allir ættu að ráða við og aðra sem er meira krefjandi. Ég hvet alla hlaupara að mæta og hressa sig við, og reyndar allt útivistarfólk að koma og njóta hollrar útiveru. Það má…

  • Næsta hlaup verður þann 9. ágúst.

    Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast hlaup þann 2. ágúst. Næsta hlaup verður því þann 9. ágúst. í Öskjuhlið. Startið verður við Perluna. Ræst verður milli 17:00 og 18:00.

  • Fréttir af O-ringen

    Gisli og Fjölnir eru staddir á rathlaupsmótnu O-Ringen sem fer fram í Halmstad í Svíþjóð. Í dag hófst fyrsta hlaup mótsins og kepptu þeir félagar í flokki 35-39 ára. Brautin sem þeir hlupu var 6,4 km löng og gekk þeim báðum ágætlega. Á morgun og þriðjudag verður einnig hlaupið en frí á miðvikudag. Síðan heldur…

  • Æfing á Miklatúní

    Næsta æfing er á Miklatúni þann 19. júlí. Boðið verður upp á þrjár brautir (tvær 1,7 og 1.8 sem hlaupa á saman og stutta barnabraut). Mætin á milli 17:30 og 18:30 við Kjarvalsstaði.

  • Bingórathlaup

    Lítil mæting var á bingórathlaupsæfingu í gær enda virðast helstu meðlimir var í sumarfríi. Tveir Finnar mættur þó til leiks og spreyttu sig á brautinni. Úrslit: Johanna: 35:34 Anna: 38:54

  • Rathlaupsæfing

    Á fimmtudag er boðið upp á rathlaupsæfingu í Laugardal. Við verðum við Laugardalslaug frá kl 17 til 18:30 og á þeim tíma er hægt að nálgast kort hjá okkur. Kostnaður er 500 kr fyrir hlaupið en frítt að prófa. Allir velkomnir að prófa hefðbundið rathlaup eða bingórathlaup.