• Grafarvogsdagurinn (28.05.2016)

    Rathlaupafélagið Hekla verður með rathlaupakynningu við Gufunesbæ (sjá hér) á laugardaginn (28.05.2016) milli kl. 11:00 og 13:00. Þetta er hluti af hverfahátið Grafarvogs, dagskrá má finna hér. Félagið er búið að láta setja upp fasta braut þarna í samstarfi við Reykjavíkurborg. Allir velkomnir að prófa. Brautir við allra hæfi, enda er þetta sérstaklega gott svæði…

  • Úrslit frá Rauðavatnæfingunni í gær (26.05.2016)

    Leif setti út frábærar brautir gær, og það var gaman að hlaupa á nýju svæði. Hér koma svo úrslitin.

  • Fimmtudagsæfing við Rauðavatn.

    Næsta æfing verður við Rauðavatn á fimmtudaginn. Veðurspáin bendir til þess að aðstæður verði ekki jafn góðar og á sunnudaginn og því verður aðeins boðið upp á eina braut um 2.5 km. Það má búast við að brautin verði nokkuð krefjandi og því verður þeim sem vilja prufa rathlaup boðið upp á að fara brautina…

  • Bikarmót 1 úrslit

    Í dag fór fram fyrsta bikarmót sumarsins. Mótið fór fram í blíðskapar veðri í Elliðaárdal og mættu alls 13 hlauparar. Úrslitin má sjá hér. Haldin verða 3-4 mót yfir sumarið og er stigagjöfin þannig að veitt eru 10 stig fyrir fyrsta sæti, 6 fyrir annað sætið, 4 fyrir þriðja, 2 fyrir að klára brautina og eitt…

  • Bikarmót 1 í Elliðaárdal

    Næstkomandi Sunnudag (22. maí) fer fram fyrsta bikarmót ársins. Mótið verður haldið í Elliðaárdal og verður boðið upp á tvær mis erfiðar brautir og póstasöfnun fyrir yngstu kynslóðina. Gefin verða stig eftir því í hvaða sæti maður lendir í hvert skipti og mun árangurinn í þrem bestu mótunum gilda. Hægt verður að mæta á milli…

  • Æfing á Klambratúni

    Næstkomandi fimmtudag 19.5 verður rathlaup á Klambratúni en svæðið hentar einkar vel yngstu kynnslóðinni og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í rathlaupi. Boðið verður upp á stjörnurathlaup  og brautir og er mæting kl 17:30 við Kjarvalsstaði

  • Æfing

    Næst komandi fimmtudag 12. maí er æfing við Háskóla Íslands og er mæting við Norræna húsið kl 17:30. Æfingin er opin öllum  

  • Alþjóðlegi rathlaupadagurinn á miðvikudaginn (11.05.2016)

    Við ætlum að minna aftur á alþjóðlega rathlaupadaginn sem verður næstkomandi miðvikudag, en áður hefur verið fjallað um hann hérna. En við vildum einnig bjóða almenningi og félagsmönnum að taka þátt með því að mæta við inngang Grasagarðsins í Laugardalnum einhvern tímann milli kl. 16.00 og 18.00 á miðvikudaginn. Þáttaka er ókeipis eins og á æfingum…

  • Vikubraut 6.-13. maí

    Í dag verður sett upp braut í Öskjuhlíðinni sem mun fá að standa í viku. Við hvetjum alla til að nota tækifærið og taka létta æfingu. Brautina má nálgast hér: vikubraut 6.-13. maí.

  • Úrslit frá því í dag, 05.05.2016

    Við pöntuðum gott veður, en það vantaði nokkur hitastig þegar veðrið var tekið upp úr kassanum fyrr í dag. Það hafði þau áhrif aðeins 6 manns mættu. Ekki það að það hafi verið neitt kalt í Elliðarádalnum sjálfum í öllu skjólinu af skóginum. En nóg um veðrið. Öllum þáttakendum gekk vel að finna alla póstana…