Á fimmtudaginn verður svokölluð teikniæfing í Öskjuhlíð. Æfingin fer fram þannig að hver og einn teiknar sitt kort með hliðsjón af útprentuðu korti. Tímatakan hefst um leið og maður byrjar að teikna og því bætist tíminn sem fer í það að teikna við heildartímann. Markmiðið er að æfa það að einfalda kortið, maður teiknar sem sagt eingöngu þau atriði sem maður ætlar að nota til að rata eftir. Við ætlum að hittast í skúrnum í Nauthólsvík klukkan 17:30 og munum við hita upp með því að skipta á milli okkar póstum og setja brautina út.
Teikniæfing í Öskjuhlíð
Posted
in
by
Tags: