Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaup í Öskjuhlíð 18. okt. 2012

Á morgun, fimmtudaginn 18. október, verður rathlaup í Öskjuhlíðinni . Boðið verður upp á hæðalínurathlaup 3,3 km (mundið eftir áttavitanum!) og stutta braut 1,3 km. Hlaupið fer fram á milli kl. 17:00 og 18:00 og verður hlaupið frá bílastæði Háskóla Reykjavíkur, sjá loftmynd . Ekki verður boðið upp á sérstaka barnabraut að þessu sinni en stutta brautin er fremur auðveld og ætti að nýtast eldri börnum sem og byrjendum.

Allir eru hvattir til að mæta og upplifa haustlitina í Öskjuhlíðinni. Þetta er síðasta æfingin fyrir meistaramótið sem fer fram n.k. sunnudag (sjá auglýsingu hér að neðan).


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply