Ratlaupfélagið Hekla

Úrslit úr Öskjuhlíðinni, 20. sept. 2012

Það voru 12 hlauparar sem tóku þátt í rathlaupinu í Öskjuhlíðinni í blíðskaparveðri. Unga kynslóðin stóð sig með sóma í barnabrautinni og þeirri stuttu. Flestum reyndari hlaupurunum tókst að finna alla földu póstana í línurathlaupinu og eina umkvörtunin var að þeir þyrftu að labba of mikið þar sem þeir voru að vanda sig svo mikið að fylgja línunni.

Úrslit/Millitími

ps. Næsta hlaup næstkomandi sunnudag verður á skátasvæðinu við Úlfljótsvatn og hugsanlega verða vöfflur í boði fyrir hlaupara. Nánar auglýst á morgun (föstudag).


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply