Ratlaupfélagið Hekla

Rathlaup í Öskjuhlíðinni næsta fimmtudag (20. sept.)

Næsta rathlaup verður í Ösjuhlíð næstkomandi fimmtudag (20. september). Mæting er við bílastæðið við Perluna (Hér þar sem græna örin er) og hægt er að mæta hvenær sem er á milli 17:00 og 18:30. Frítt í barnabrautin og fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Annars kostar hvert stakt skipti 500 kr.

Í boði er barnabraut (0,9 km), sæmilega létt braut fyrir byrjendur (2,3 km ) og ein góð línarathlaupsbraut (2,5+ km) fyrir lengra komna . Flestir ættu að geta fundið braut við sitt hæfi, allir velkomnir.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply