Nú á haustmánuðum mun rathlaupsfélagið Hekla bjóða upp á æfingar annanhvern sunnudag til viðbótar við fimmtudaga. Næsta fimmtudag verður hlaup í Heiðmörk og frekar upplýsingar um það koma síðar. Næsta sunnudag verður boðið upp á rathlaup í Elliðaárdal og þá munu við einnig kynna stígarathlaup eða Trail-O. Til landsins er kemur Owe Fredholm sem er helsti skipuleggjandi stígarathlaups í heiminum. Í stígarathlaupi er ekki keypt um tíma eða hraða og eingöngu er gengið á stígum. Það hentar því vel þeim sem eiga erfitt með gang eða ferðast í hjólastól. Notast er við hefðbundið rathlaupskort og inn það eru merkt póstar fyrir utan stíga. Keppandi stoppar á ákveðnum stað og sér fyrir framan sig 4-8 flögg og hans hlutverk er að finna út hvaða flagg eigið við þá staðsetningu sem merkt er inn á kortið. Eftir að hafa fundið út rétt flagg velur keppandi þá klemmu og merkir á sérstakt klemmuspjald. Við hvetjum alla sem hafa áhuga að prófa stígarathlaup næsta sunnudag og endilega látið sem flesta vita af þessu.
Hér má finna frekari upplýsingar um stígarathlaup
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.