Ratlaupfélagið Hekla

Ólympíudagurinn 23. júní

Okkur er það sannur heiður að taka þátt í íslenska Ólympíudeginum í ár. Þessi dagur er almennt ætlaður sérsamböndum til að kynna greinar sínar en Heklu er boðið að taka þátt þó að ekki sé til sérsamband… en þá.

Við veðrum því með kynningu á bílastæði fyrir framan íþróttaheimili Þróttar í Laugardalnum. Þar munum við bjóða gestum og gangandi að kynna sér íþróttina og prófa varanlegar brautir sem að eru í dalnum.

Við verðum að frá klukkan 19:00. Komið og takið þátt í þessu með okkur. Kynnið ykkur hvað það er við þessa íþrótt sem að hundruð þúsunda skandinava elska og prófið nýjann afþreygingarmöguleika í Laugardalnum.


Posted

in

by

Tags:

Comments

2 responses to “Ólympíudagurinn 23. júní”

Leave a Reply