Sunnudaginn 29. maí var haldið fjölskylduvænt rathlaup í Elliðaárdalnum sem var í vorblóma. Boðið var upp á þrjár brautir: langa, stutta og krakkabraut. Rúmlega 40 manns mættu og nokkrir tóku börnin með sér, sem sum hver voru í barnavögnum. 29 tímar voru skráðir. Veður var ágætt, hálfskýjað, þurrt, hægur vindur og hiti 8-10°C. Sem sagt kjöraðstæður fyrir rathlaup í íslenska vorinu.
Úrslit úr hlaupina í Elliðaárdal
Posted
in
by
Tags:
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.