Ratlaupfélagið Hekla

Fréttir frá Noregi

Einn meðlimur rathlaupsfélagsins, Gísli Örn, er í Noregi og hefur verið að mæta á æfingar hjá Notodden Orienteringslag. Það er hlaupið einu sinni í viku á miðvikudögum og um leið er boðið upp á æfingar fyrir krakka frá 6 og upp til 16 ára á mismunandi stigum. Það er greinilega mikil stemning í kringum hlaupin hérna og um 50 -100 manns mæta í hvert skipti. Síðustu tvo miðvikudaga hef ég mætt á æfingar og prófað að hlaupa stutta erfiða braut um 3 km. Þetta er mjög erfitt landslag, hæðótt og klettótt og auðvitað allt í skógi. Oft er lítið um stíga og hoggin skógur er mjög erfiður yfirferðar. Mér hefur tekist að klára brautirnar sem ég hef prófað og á sæmilegum tíma. Ég gæti hlaupið miklu hraðar en rötunin er mjög erfið og það er auðvelt að gera smá mistök. Ég hef þó lært mikið af þessu og það sem skiptir miklu máli er að einbeita sér og vera nokkuð öruggur á því hvar maður er.
Hér má sjá kortið frá því á miðvikudag en þá var hlaupið í grenjandi rigningu og þoku. Mjög skemmtilegt landslag en mikið upp og niður. Þetta er svipað Öskjuhlíð upp á kletta og hæðir en bara miklu stærra svæði með færri stígum og meiri skógi. Hér má sjá úrslitin í hlaupinu


Posted

in

by

Tags:

Comments

2 responses to “Fréttir frá Noregi”

Leave a Reply