Ratlaupfélagið Hekla

Elliðaárdalur 5. maí 2011 kl. 17

Nú eru rathlaup sumarsins að komast á fullt og fimmtudaginn 5. maí verður hlaupið í Elliðaárdalnum. Nýi SPORTident tímatökubúnaðurinn verður notaður og vonandi verður allt tilbúið kl. 17. Samkvæmt sumardagskrá Heklu er þetta perlufestarrathlaup sem þýðir að póstar verða margir en ekki flögg á þeim öllum. Brautin er 4,7 km en einnig verður í boði styttri og auðveldari braut, 2,7 km.

Sjáumst við austurendann á hitaveitustokksbrúnni norðan við gömlu toppstöðina, sbr. kortið hér fyrir neðan.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply