Við hvetjum ykkur til að koma í Grasagarðinn í Laugardal næstkomandi laugardag á milli 12 og 14. Þá munum við víga nýjar varanlegar brautir í dalnum og kynna íþróttina fyrir gestum og gangandi. Ykkur verður boðið að prófa nokkrar brautir í dalnum og kynnast þannig þessari nýjung.
Við hvetjum ykkur til að taka vini og kunningja með en við verðum líka með brautir sem að hennta vel fyrir börn og fjölskyldur (barnavagnar eru velkomnir). Auk þess verður kynning á nýja rafeindabúnaðnum okkar en hann kom til landsins fyrir skömmu og mun gjörbreyta því hvernir tímatöku er háttað í hlaupum.
Olís býður upp á drykki fyrir þáttakendur en við erum eins og þið vitið í samstarfi við félagið. Olís er líka einn af aðal styrktaraðillum Græns Apríls en Hekla tekur þátt í því verkefni með þessari uppákomu á laugardaginn.
Sjáumst í Laugardal á laugardag milli 12 og 14.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.