Ratlaupfélagið Hekla

Kennslukvöld á fimmtudaginn

Kæru félagsmenn,

Næst komandi fimmtudag verður að venju skokkæfing kl 17 og lagt verður af stað frá Sundlaug Kópavogs.
Seinna um kvöldið kl 20:00 verður haldið kennslukvöld í Jötunheimum, Bæjarbraut 7 í Garðabæ. Nú er komið að því að búa til braut fyrir hlaupin í sumar. Christian hefur sett upp dagskrá fyrir sumarið og skipt á milli áhugasamra félagsmanna umsjón með hlaupunum. Gott er að vera búinn að búa til braut og gera þurrþjálfunar verkefnin frá Christian
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply