Ratlaupfélagið Hekla

Aðalfundur félagsins

Nú er komið að því að halda aðalfund félagsins.
Hann verður haldin í Jötunheimum í Garðabæ (Bæjarbraut 7).
Miðvikudaginn 23. febrúar klukkan 20:00

Verkefni aðalfundarins eru:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
  • Ársreikningar lagðir fram og bornir undir atkvæði.
  • Umræður um félagsgjöld og afgreiðsla.
  • Kosning um lagabreytingar.
  • Kosning stjórnarmanna og skoðunnarmanna reikninga.
  • Komandi starfsár kynnt.
  • Önnur mál.

Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum félagsins eru allir maðlimir gjaldgengir til stjórnarsetu. Þeir þurfa aðeins að tilkynna slíkan áhuga og þar með framboð sitt á aðalfundinum.
Í ár er kosið í embætti gjaldkera, ritara og dagskrárstjóra.

Stjórnin leggur til eina lagabreytingartillögu en hún er í samræmi við athugasemdir laganefndar ÍSÍ og lögð fram til að tryggja að lög félagsins uppfylli kröfur ÍSÍ og ÍBR.


Posted

in

by

Tags:

Comments

One response to “Aðalfundur félagsins”

Leave a Reply