Ratlaupfélagið Hekla

Hlaupaæfing í Elliðárdal

Á morgun er hlaupaæfing í Elliðárdal og mæting kl 17 við hitavatnsbrúna. Hlaupin er hringur í Elliðárdal og því næst er farið í skíðabrekkuna og farið í nokkra spretti upp brekkuna. Sjá kort

Hlaupadagskrá vetrarins er komin á netið og má sjá undir dagskrá.
Hugmyndin með æfingunum er að hlaupa alltaf á nýjum stöðum og verða hlaupið á bilinu 5-10 km í hvert skipti. Stundum verður bætt við intervalsæfingum
Það eru upp mismunandi hugmyndir hvaða tími myndi henta til að vera með æfingar og því langar okkur að leggja fyrir smá könnun. Hér er hægt að svara könnuninni.


Posted

in

by

Tags:

Comments

3 responses to “Hlaupaæfing í Elliðárdal”

Leave a Reply