Ratlaupfélagið Hekla

Meistaramót í rathlaupi

Kæru félagsmenn

Nú er komið að meistaramóti félagsins sem haldið verður 30. október og 6. nóvember. Félagsmenn geta því mætt annaðhvort laugardaginn 30. okt eða 6. nóv.
Boðið verður upp á þrjár brautir stutt (2-3km), meðallöng (3-4) og löng (4-6) og eru þær allar tæknilega erfiðar. Sigurvegarar verða meistarar félagsins 2010.
Keppt verður á nýju korti af Víðistaðahlíð í Heiðmörk og verður þetta eina skiptið sem boðið verður upp á þetta kort þar til það verður notað á næsta ICE-O 2011.
Hátt í 40 franskir rathlauparar hafa boðið þáttöku sína og því er von á skemmtilegri og fjölbreyttri keppni. Allir bæði félagsmenn og aðrir eru hvattir til að koma og taka þátt.

Þáttökugjald er 500 kr og greiðist á staðnum
Skráning fer fram á staðnum báða dagana

Ráshlið er opið á laugardeginum 30. október á milli kl kl 9:30 – 10:30
Ráshlið er opið á laugardeginum 6. nóvember á milli kl 11:00 – 11:30

Bestu kveðjur
Stjórn Heklu


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply