Kæru félagsmenn
Nú er komið að meistaramóti félagsins sem haldið verður 30. október og 6. nóvember. Félagsmenn geta því mætt annaðhvort laugardaginn 30. okt eða 6. nóv.
Boðið verður upp á þrjár brautir stutt (2-3km), meðallöng (3-4) og löng (4-6) og eru þær allar tæknilega erfiðar. Sigurvegarar verða meistarar félagsins 2010.
Keppt verður á nýju korti af Víðistaðahlíð í Heiðmörk og verður þetta eina skiptið sem boðið verður upp á þetta kort þar til það verður notað á næsta ICE-O 2011.
Hátt í 40 franskir rathlauparar hafa boðið þáttöku sína og því er von á skemmtilegri og fjölbreyttri keppni. Allir bæði félagsmenn og aðrir eru hvattir til að koma og taka þátt.
Þáttökugjald er 500 kr og greiðist á staðnum
Skráning fer fram á staðnum báða dagana
Ráshlið er opið á laugardeginum 30. október á milli kl kl 9:30 – 10:30
Ráshlið er opið á laugardeginum 6. nóvember á milli kl 11:00 – 11:30
Bestu kveðjur
Stjórn Heklu
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.