Ratlaupfélagið Hekla

Ný dagsetning fyrir Meistaramótið

Ný dagsetning hefur verið gefin út fyrir Meistaramót félagsin. Mótið verður 30. október og hefst klukkan 9:30 og lýkur þar með hlaupatímabilinu. Ný dagsetning er ákveðin vegna þess að hingað til lands kemur rathlaupsklúbbur frá Frakklandi sem að getur hlaupið með okkur þennan dag. Við höldum sömu staðsetningu og hlaupum á nýju korti af Vífilsstaðahlíð sem styrkt var af Bandalagi Íslenskra Skáta.

Boðið verður upp á 3 brautir en nánari upplýsingar um þær verða birtar síðar. Hlaupagjaldið er 500 krónur fyrir alla sem taka þátt en verðlaun verða veitt  fyrir þrjú efstu sætin í hverri braut.

Franski hópurinn hefur einnig lýst áhuga á því að borða með félagsmönnum um kvöldið. Það hefur því verið ákveðið að bóka stórt og mikið borð fyrir áhugasama um kvöldið og halda smá uppskeruhátíð. Fyrirkomulagið verður þannig að við sjáum um að bóka borðið en hver og einn pantar svo og greiðir fyrir sig. Það er því gott að vita nokkurn vegin fjölda gesta þetta kvöld og áhugasamir því beðnir um að láta vita með tölvupósti á rathlaup(hjá)rathlaup.is ef að áhugi er á þátttöku.

Frekari upplýsingar verða settar inn síðar.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply