Ratlaupfélagið Hekla

Taktu 19. sept frá!

Kæri félagi,
Nú erum við búin að nota sumarið mjög vel og það er farið að hausta. Tímabilið er reyndar ekki alveg búið en okkur finnst tími til komin að hittast aðeins öll og fara yfir málin, ræða saman, borða saman og spá í hvernig hefur gengið.
Við boðum því til félagsfundar næsta sunnudag (19. september) klukkan 18:00 við Jötunheima. Grillið verður hitað (hver kemur með fyrir sig) við fáum smá kynnigu á ferðalagi Gumma og Rakelar til O-Ringen í Svíþjóð og spjöllum um sumarið, haustið og næsta ár.
Vetrardagskráin og hugmyndir stjórnar um hana verða ræddar auk þess sem stjórnin gerir grein fyrir því sem hefur verið að gerast bak við tjöldin.
Við hvetjum þig því til að mæta og taka þátt í þessu með okkur,hitta aðra hlaupara og hafa gaman saman.
Þann 6. nóvember verður svo Meistaramót félagsins haldið. 6. er laugardagur og keppnin byrjar klukkan 11:00. Boðið veðrur upp á tvær brautir og sigurvegarar krýndir meistarar félagsins 2010. Keppt verður á nýju korti af Víðistaðahlíð í Heiðmörk og verður þetta eina skiptið sem boðið verður upp á þetta kort þar til það verður notað í næsta ICE-O 2011.
Það eru allir hvattir til að koma og taka þátt og reyna að næla sér í titil.
Meira um þetta næsta sunnudag.
Svo minnum við á hlaup næta fimmtudag í Heiðmörk á hefðbundnum tíma.


Posted

in

by

Tags:

Comments

Leave a Reply