Um næstu helgi verður boðið upp á rathlaup á unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi. Annars vegar er boðið upp á kynningar rathlaup í Borgarnesi þar sem reyna á að finna sem flestar stöðvar í bænum.
Hægt að nálgast kortið í Skallagrímsgarði á milli kl 10 og 16.
Á sunnudeginum fer fram keppni í stigarathlaupi við útivistarsvæðið Einkunnir á milli kl 11 og 16.
Þar hafa keppendur 60 mínútur til að ná sem flestum stigum. Við hvetjum félagsmenn til að mæta á taka þátt bæði á laugardeginum og á sunnudeginum. Það kostar ekkert að taka þátt.
Hér má sjá kort og dagskrá mótsins má sjá á www.ulm.is
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.