Kæru félagsmenn
Um verslunarmannahelgina fer fram unglingamót UMFÍ í Borgarnesi og þar mun rathlaup vera kynningargrein (sjá UMFÍ).
Á laugardeginum fer fram kynning í Skallagrímsgarði á milli kl 10 – 16 og þar er hægt að nálgast kort af Borgarnesi og reyna finna sem flestar stöðvar sem merktar eru inná kortið. Keppnin fer fram á sunnudeginum á milli kl 11 – 16 og er í formi stigarathlaups þar sem keppt verður á útivistarsvæðinu Einkunnir. Þar hafa keppendur 60 mínútur til að ná sem flestum stigum. Við hvetjum félagsmenn til að mæta á taka þátt bæði á laugardeginum og á sunnudeginum. Það kostar ekkert að taka þátt.
Félagið leitar eftir félagsmönnum sem eru tilbúnir til að aðstoða okkur við framkvæmd rathlaupsins í Borgarnesi. Um er ræða aðstoð við tímatöku, útskýra rathlaup og frágang. Þeir sem hafa áhuga að aðstoða félagið hafi sambandi með tölvupósti gbragason@gmail.com eða í síma 692-6522. (Gísli).
Næsta fimmtudag á að fara fram rathlaup við Háskólasvæðið en vegna unglingamóts UMFÍ höfum við ákveðið að fella niður þá æfingu. Næsta æfingahlaup verður því í byrjun ágúst við Háskóla Íslands.
Við framkvæmd æfingahlaupa þarf alltaf einhvern mannskap og ef félagsmenn eru tilbúnir til að aðstoða við tímatöku, uppsetningu eða frágang geta þeir haft samband með tölvupósti gbragason@gmail.com og boðið fram aðstoð.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.